Fyrsta skóflustungan tekin að gestamóttöku Konnasafns.
Fyrsta skóflustungan að gestamóttöku Konnasafns var tekin í dag við hátíðlega athöfn.
Það voru þau Valgerður Sigurbergsdóttir, kona Konráðs Vilhjálmssonar heitins og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri í Hörgárbyggð sem áttu heiðurinn af henni.
Valgerður átti líka afmæli í dag og ákváðu þær Valgerður, Arnbjörg Kristín dóttir hennar og Vilborg Daníelsdóttir tengdadóttir hennar að halda upp á afmælin sín saman og buðu gestum til veislu í Hlíðabæ eftir athöfnina.
Þökkum við þeim sem komu og glöddust með okkur og þeim sem hafa lagt safninu lið við að gera þennan draum að veruleika kærlega fyrir.