Flothlemmar

August 18, 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flothlemmar á Broyt skóflu X2.

Afkomendur Konráðs Vilhjálmssonar muna eftir að hafa séð slíka hlemma í notkun á árunum 1975-76. Ef þú manst eftir að hafa séð þá notaða þá endilega skrifaðu athugasemd hér fyrir neðan eða sendu okkur vefpóst með sögu í kringum það og við bætum því við.

Fyrri eigendur eru Sveinn Trausti Haraldsson og Jónas Ásgrímsson.

Flothlemmar voru boltaðir utan um sitt hvoran öxulinn á Broyt skóflu.

Vélin stóð þvert á skurðinum sem verið var að grafa, hlemmarnir voru hægra og vinstra megin. Þegar vélinni var lyft upp vinstra megin keyrðu hjólin í hring hægra megin á flothlemminum. Þess vegna er hlemmurinn hringlaga. Þetta gerði vélarnar notadrýgri í blautu landi og ollu því að þær bældu ekki puntinn fyrr en í þriðju umferð.

Comments (2)

 

  1. Kári Svavars says:

    Ég man þegar var verið að leggja vatnsveituna á Seyðisfirði árin 64. til eitthvað. þá kom broyt x2. sem þeir Sveinn Guðmundsson og Grétar Ólafsson keyptu og var hún notuð við að grafa fyrir leiðslunni ásamt gröfu sem Sveinn átti og heitir KRAMER. en þessi broyt þurfti að nota svona flothlemma yfir túnin inn á fjarðabökkum þar var allt á floti, og svo var grafið undir fjarðarána meðfram brúnni og var verið að reina að vera að því á fjöru en í eitt skipti þá var komið svo mikið flóð að gröfumaðurinn lenti með broytina ofaní skurðin og datt á hliðina og fór á bóla kaf í sjó , þetta er flott framtak hjá ykkur ,

  2. admin says:

    Takk fyrir þessa sögu Kári.

Skrifaðu athugasemd til Kári Svavars